Sykrað Pringles.
Sykrað Pringles.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þegar við erum að undirbúa fermingu er gaman að gefa sér góðan tíma og gera hluti sem maður er ekki vanur að gera í veislum. Möguleikarnir eru endalausir. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

Skilaboð með bollakökum

Bollakökur eru vinsælar um þessar mundir og eru valmöguleikarnir endalausir þegar kemur að skilaboðum til gesta. Ef þú hefur áhuga á að hafa klassíska liti, má raða bollakökum upp sem kross, raða þeim upp á disk þannig að þær mynda eins og háa köku, eða jafnvel dagsetningu eða fyrsta staf fermingarbarnsins.

Rice Krispies-möguleikar

Börnin og sumir fullorðnir elska rice crispies og má nota þá uppskrift í hvað sem er. Fyrir hátíðlegri tilefni er gaman að nota hvítt súkkulaði, en gamla góða uppskriftin með brúna súkkulaðinu virkar alltaf. Prófaðu að gera nokkrar hæðir af Rice Krispies kökunni vinsælu og skreyttu með blómum eða borðum. Það er vanalega kakan sem klárast fyrst.

Skilaboð í smákökum

Smákökur eru vinsælar á veisluborðið, og það gefur alltaf hátíðlegan brag að nota kross, tákn um ástæðu þess að barnið fermist og fleira í þeim dúr. Skemmtileg stund með allri fjölskyldunni segja þeir sem hafa prófað að gera smákökur fyrir ferminguna.

Hátíðlegir kleinuhringir

Börnin elska kleinuhringi, og má kaupa fallega kleinuhringi og raða upp á fallega diska. Slík uppsetning getur orðið fallegur miðpunktur í veislunni.

Fegurðin í smáatriðunum

Margar fjölskyldur eiga sitt uppáhalds snarl, hefur þú prófað að sykra Pringles? Það er guðdómlegt á bragðið. Eins er gaman að bjóða upp á fáa en fallega fram setta drykki, munið eftir klakanum og að gefa drykkjum pláss, þar sem fólk fer vanalega fleiri ferðir eftir drykkjum en mat.-Þegar við erum að leggja á borð er mikilvægt að prófa að setja saman munnþurrkur og hnífapör á skemmtilegan hátt, prófaðu þig áfram með borða og körfur.

Möguleikarnir eru endalausir, gangi þér vel!