Árið 1975. N-NS Norður &spade;G7 &heart;K92 ⋄Á65 &klubs;KD1043 Vestur Austur &spade;Á8654 &spade;D102 &heart;D104 &heart;7 ⋄KG9 ⋄108432 &klubs;86 &klubs;ÁG97 Suður &spade;K93 &heart;ÁG8653 ⋄D7 &klubs;52 Suður spilar 4&heart;.

Árið 1975. N-NS

Norður
G7
K92
Á65
KD1043

Vestur Austur
Á8654 D102
D104 7
KG9 108432
86 ÁG97

Suður
K93
ÁG8653
D7
52

Suður spilar 4.

Stundum má túlka frávísun á útspilslit sem óbeint kall í öðrum lit. Eddie Kantar var farinn að hugsa um slíka hluti 1975 – og löngu fyrr, ef út í það er farið. En þrautin að ofan birtist í The Bridge World árið 1975.

Kantar setti lesandann í austur. Norður vakti á 1, suður sagði 1 og makker í vestur kom inn á 1. Norður lyfti í 2 (þetta var 1975), lesandinn í austur sagði 2 og suður 4. Spaðaásinn út. Og nú spurði Kantar: Viltu kalla með tíunni (þetta var 1975) eða vísa frá með tvistinum?

„Sorry,“ skrifaði Kantar: „Ætlaði ekki að móða þig – auðvitað kallarðu með tíunni. Ekki endilega til að fá spaða áfram, heldur fyrst og fremst til að forða makker frá því að skipta yfir í tígul.“

Já. Á þessum tíma litu Bandaríkjamenn á lág köll sem kommúnisma.