Leikjaprófun Hægt verður að prófa leiki sem verið er að vinna að hér á landi.
Leikjaprófun Hægt verður að prófa leiki sem verið er að vinna að hér á landi.
Í tilefni af Hönnunarmars verður opnuð sýningin Í leikjaheimi – Íslenskir tölvuleikir og hönnun þeirra kl. 13 í dag, föstudaginn 16. mars, í Borgarbókasafninu Gerðuberg. Sýningin, sem stendur til 15.

Í tilefni af Hönnunarmars verður opnuð sýningin Í leikjaheimi – Íslenskir tölvuleikir og hönnun þeirra kl. 13 í dag, föstudaginn 16. mars, í Borgarbókasafninu Gerðuberg. Sýningin, sem stendur til 15. apríl, er helguð hönnun íslenskra tölvuleikja og sett upp í tengslum við námstefnuna Leikum okkur með menningararfinn sem haldin er sama dag á sama stað Þar munu leikjaiðnaðurinn, söfn og stofnanir koma saman og eiga samtal um leikjavæðingu náttúru- og minjasafna.

Hægt verður að prófa þá leiki sem verið er að vinna að hér á landi með sérstaka áherslu á leiki sem leggja mikið upp úr hönnun.

Síðdegis í dag, kl. 16, verður einnig opnuð sýning í Borgarbókasafninu Grófinni í tilefni af Hönnunarmars. Ex Libris -Mitt eigið bókasafn, nefnist hún og stendur til 29. maí.

Sýningin er sett upp í samstarfi við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Landsbókasafn Íslands.

Bókmerki ekki algeng sjón, en áður fyrr voru slík skrautmerki hönnuð af listafólki og sett innan á bókakápur til að tilgreina eiganda þeirra. Þetta eru menningarverðmæti sem gaman er að kynna betur fyrir yngri kynslóðinni og því þótti kjörið að fá nemendur við Myndlistaskólann í Reykjavík til að spreyta sig á hönnun bókmerkja með skírskotun í hefðina en um leið með skýra tengingu inn í nútímann.