Bandaríkin Stórborgin Dallas í Texas hefur upp á margt að bjóða.
Bandaríkin Stórborgin Dallas í Texas hefur upp á margt að bjóða. — Ljósmynd/Wikimedia
Fimm heppnir áskrifendur unnu í gær ferð fyrir tvo með WOW air til Dallas í Texas í Bandaríkjunum. Vinningshafarnir eru þau Edda Hallsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Axel Kvaran, Hulda Halldórsdóttir og Ólafur Helgi Kjartansson.

Fimm heppnir áskrifendur unnu í gær ferð fyrir tvo með WOW air til Dallas í Texas í Bandaríkjunum. Vinningshafarnir eru þau Edda Hallsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Axel Kvaran, Hulda Halldórsdóttir og Ólafur Helgi Kjartansson.

Ólafur var í skýjunum þegar Morgunblaðið hafði samband og tilkynnti honum að hann hefði unnið flug fyrir tvo til Dallas. „Ég var að gantast í konunni minni í síðustu viku að ég yrði nú bara að fara að segja Mogganum upp, ég fengi aldrei vinning,“ segir Ólafur og hlær.

Hann ætlar að bjóða konu sinni, Þórdísi Jónsdóttur, með í ferðina. „Ég hef aldrei komið til Dallas, það verður spennandi að geta bætt enn einu ríkinu við. Það má ekki gleyma því að á þessum slóðum í Texas eru heimkynni suðurríkjarokksins,“ segir Ólafur, sem er mikill aðdáandi þess háttar rokks og stefnir á að fara á slóðir hljómsveitarinnar ZZ Top sem er frá Texas og ein af uppáhaldshljómsveitum Ólafs.

Áskrifandi frá 1973

„Ég hef lengi verið áskrifandi með einhverjum smáhléum; þegar það viðraði sem verst fyrir vestan fór ég í sunnudagsáskrift en ég hef aldrei sagt upp Morgunblaðinu. Þá erum við að tala um að ég hef verið áskrifandi frá 1973,“ segir Ólafur, ennþá alveg í skýjunum með vinninginn. „Ég á ennþá ekki til orð. Sérstaklega af því að við vorum í algjöru gríni að gantast með það að vinna aldrei neitt,“ segir Ólafur léttur í bragði að lokum.