Graham Greene
Graham Greene
Skáldverk enska rithöfundarins Graham Greene (1904-1991) eru uppfull af glæpum og glæpamönnum, en Greene er af mörgum talinn einn besti rithöfundur 20. aldar. Kl. 12-13 í dag, föstudaginn 16.

Skáldverk enska rithöfundarins Graham Greene (1904-1991) eru uppfull af glæpum og glæpamönnum, en Greene er af mörgum talinn einn besti rithöfundur 20. aldar. Kl. 12-13 í dag, föstudaginn 16. mars, ætlar Gregory Alan Phipps, lektor í ensku, að fjalla um hinar marglaga lýsingar á glæpum í verkum Greene í stofu 007 í Veröld – Húsi Vigdísar.

Fyrsta bók Greene, The Man Within, þykir hafa mörg einkenni sem urðu gegnumgangandi í bókum hans; eltingaleikir, svik, sektarkennd og mistök. Fyrirlesturinn, sem er á ensku, er hluti af fyrirlestraröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum um bókmenntir og menningu.