Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áætlað er að 1. áfangi borgarlínu muni kosta 43,9 milljarða. Um er að ræða fjórar akstursleiðir sem verða 35 km. Hver km kostar því 1,25 ma.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Áætlað er að 1. áfangi borgarlínu muni kosta 43,9 milljarða. Um er að ræða fjórar akstursleiðir sem verða 35 km. Hver km kostar því 1,25 ma.

Þetta kemur fram í tillögum samráðshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Vegagerðar og samgönguráðuneytisins.

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH, segir þessar tillögur í samþykktarferli. Þær fari næst til sveitarfélaganna og ríkisins.

Horft sé til þess að tillögurnar falli að samgönguáætlun til 2030 og fyrirhugaðri þéttingu byggðar.

Leiðarvalið er byggt á tillögum ráðgjafarfyrirtækisins COWI. Haft var eftir fv. fulltrúa þess í Morgunblaðinu í fyrrasumar að ætla mætti að 1. áfangi mundi kosta 20-23 milljarða. Nýju tillögurnar benda til að byggja eigi kerfið hraðar upp.

Jónas Snæbjörnsson, staðgengill vegamálastjóra, segir hugmyndir um stokka fela í sér mislæg gatnamót við fjölfarnar götur.

Framhaldið muni skýrast með nýrri samgönguáætlun í haust.

Kallar á brúarsmíði
» Dýrasta leiðin í 1. áfanga borgarlínu mun tengja miðborg Reykjavíkur og Grafarvog.
» Sú leið mun meðal annars fara yfir nýja brú yfir Sæbraut.