— Morgunblaðið/Kristinn
16. mars 1237 Gvendardagur, dánardagur Guðmundar góða Arasonar Hólabiskups. Hann var biskup frá 1203 og varð snemma kunnur af meinlætalifnaði og velgjörðum við fátæka.

16. mars 1237

Gvendardagur, dánardagur Guðmundar góða Arasonar Hólabiskups. Hann var biskup frá 1203 og varð snemma kunnur af meinlætalifnaði og velgjörðum við fátæka. Guðmundur var talinn heilagur í lifanda lífi og reynt var að fá hann tekinn í dýrlingatölu, en samþykki páfa fékkst ekki.

16. mars 1980

Eldgos varð á fjögurra kílómetra sprungu frá Leirhnjúki að Gjástykki, norðan Kröfluvirkjunar. Það stóð aðeins í sjö klukkustundir en var samt talið mjög öflugt. Þetta var fjórða hrina Kröfluelda en þar gaus með hléum á árunum frá 1975 til 1984.

16. mars 1983

Reykjavíkurborg keypti stærstan hluta Viðeyjar, sem hafði verið í einkaeign, á 28 milljónir króna. Þremur árum síðar gaf íslenska ríkið borginni Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson