Töff Alicia Vikander í Tomb Raider.
Töff Alicia Vikander í Tomb Raider.
Tomb Raider Í myndinni er sagt frá uppvaxtarárum Löru Croft (Alicia Vikander). Þegar hún er 14 ára hverfur faðir hennar sporlaust og þarf Lara fljótt að læra að standa á eigin fótum.
Tomb Raider

Í myndinni er sagt frá uppvaxtarárum Löru Croft (Alicia Vikander). Þegar hún er 14 ára hverfur faðir hennar sporlaust og þarf Lara fljótt að læra að standa á eigin fótum. Sjö árum eftir hvarfið ákveður hún að halda til dularfullrar eyju í von um að finna föður sinn eða komast að því hvað um hann varð. Leikstjóri er Roar Uthaug.

Rotten Tomatoes: 52%

Metacritic: 47/100

Gringo

Harold Soyinka (David Oyelowo) sem starfar hjá bandarísku lyfjafyrirtæki og glímir við fjárhagsvandræði. Dag einn biðja eigendur fyrirtækisins hann um að skreppa til Mexíkó með ólöglega efnaformúlu að marijúana-töflum sem þeir vilja láta framleiða fyrir sig. Leikstjóri er Nash Edgerton.

Rotten Tomatoes: 39%

Metacritic: 46/100

Ýmislegt í Bíó Paradís

Heimildarmyndin Aestetik er sýnd í Bíó Paradís í dag kl. 18 í tengslum við Hönnunarmars. Hún fjallar um samband manneskjunnar við umhverfið á áhrif þess á hönnun og fegurðarskyn okkar.

Í kvöld kl. 20 verður Mamma mia! sýnd og býðst áhorfendum að syngja með. Um helgina verður síðan sýnd síleska Óskarsverðlaunamyndin Una Mujer Fantástica í leikstjórn Sebastiáns Lelio sem hlaut fjórar stjörnur í bíódómi sem birtist nýverið í Morgunblaðinu. Myndin er sýnd á morgun kl. 20 og á sunnudag kl 17.45.

Á sunnudag kl. 20 er sem liður í Svörtum sunnudegi sýnd Snowpiercer frá árinu 2013 í leikstjórn Joon-ho Bong. Í helstu hlutverkum eru Chris Evans, Jamie Bell, Tildu Swinton, John Hurt og Ed Harris, en þess má geta að Tómas Lemarquis leikur hlutverk Egg-head.