[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í kvöld mun söngkonan Valgerður Guðnadóttir flytja íslensk dægurlög í Salnum, Kópavogi. Tónleikarnir eru hluti af Tíbrár-tónleikaröðinni og eru undir yfirskriftinni „Draumskógur – dægurlög í nýjum búningi“.
Í kvöld mun söngkonan Valgerður Guðnadóttir flytja íslensk dægurlög í Salnum, Kópavogi. Tónleikarnir eru hluti af Tíbrár-tónleikaröðinni og eru undir yfirskriftinni „Draumskógur – dægurlög í nýjum búningi“. Hún kíkti ásamt Matthíasi Stefánssyni gítarleikara í spjall í Magasínið á K100. Í viðtalinu rifjuðu Hulda og Hvati upp prinsessutímabil Valgerðar þar sem hún léði Disney-persónum eins Pocahontas, Mulan og Litlu hafmeyjunni rödd sína. Hlustaðu og horfðu á skemmtilegt viðtal og fallegan söng á k100.is.