Mókrókar Reykvíkingarnir Þorkell Ragnar Grétarsson, Benjamín Gísli Einarsson og Þórir Hólm Jónsson skipa hljómsveitina Mókróka. Í lýsingu á hljómsveitinni segja þeir að hljómsveitin hafi orðið til í kjölfar þess að þeir spiluðu gömlu dansana á skemmtifundi Félags íslenskra harmonikkuunnenda. Í framhaldinu hafi þeir svo snúið sér að spunarokki. Þorkell, sem er 21 árs, leikur á rafmagnsgítar, Benjamín, sem er líka 21árs, leikur á hljómborð og Þórir, sem er 24 ára, leikur á trommur.
Mókrókar Reykvíkingarnir Þorkell Ragnar Grétarsson, Benjamín Gísli Einarsson og Þórir Hólm Jónsson skipa hljómsveitina Mókróka. Í lýsingu á hljómsveitinni segja þeir að hljómsveitin hafi orðið til í kjölfar þess að þeir spiluðu gömlu dansana á skemmtifundi Félags íslenskra harmonikkuunnenda. Í framhaldinu hafi þeir svo snúið sér að spunarokki. Þorkell, sem er 21 árs, leikur á rafmagnsgítar, Benjamín, sem er líka 21árs, leikur á hljómborð og Þórir, sem er 24 ára, leikur á trommur.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hefst í Hörpu á sunnudagskvöld. Þetta er í 36. sinn sem keppnin er haldin.

Árni Matthíasson

arnim@mbl.is

Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hefst í Hörpu á sunnudagskvöld. Þetta er í 36. sinn sem keppnin er haldin.

Að þessu sinni tekur 31 hljómsveit þátt í keppninni, en keppt er á fjórum kvöldum, á sunnudagskvöld, mánudagskvöld, þriðjudagskvöld og miðvikudagskvöld. Keppnin hefst kl. 19.30 hvert kvöld. Úrslitin verða síðan haldin laugardaginn 24. mars.

Óvenjumargar stúlkur eru í hljómsveitunum sem keppa þetta árið, 23 af 90 keppendum, en tónlistin er líka óvenjufjölbreytt: rapp, lagrænt popp, klassískt pönk, háskólarokk, lo-fi folk, spunatónlist, rokk, ljóðræna, fönk, rokkað popp, tilraunatónlist og hugvíkkandi hljóðheimur.

Músíktilraunir voru fyrst haldnar í félagsmiðstöðinni Tónabæ í nóvember 1982 og eru nú haldnar í 36. sinn. Helstu verðlaun í tilraununum eru hljóðverstímar að vanda, en einnig eru veitt ýmis verðlaun fyrir hljóðfæraslátt og yrkingar.

Í undanúrslitum velur salur eina hljómsveit en dómnefnd aðra. Dómnefndin er skipuð yfirrituðum, Árna Matthíassyni, og þeim Arnari Eggerti Thoroddsen, Ásu Dýradóttur, Gunnari Gunnarssyni, Hildi Guðnýju Þórhallsdóttur, Kristjáni Kristjánssyni og Ragnheiði Eiríksdóttur.

Hér til hliðar eru kynntar nokkrar hljómsveitir frá kvöldunum fjórum en sveitirnar verða kynntar á mbl.is og í Morgunblaðinu hvern keppnisdag.