Fermingarbörnin úr Landakotskirkju. Eowyn, Sóley og Alexander. Á myndina vantar Kyle.
Fermingarbörnin úr Landakotskirkju. Eowyn, Sóley og Alexander. Á myndina vantar Kyle.
Eowyn Mamalias segir trúna vera gjöf sem ekki allir taki á móti.
Eowyn Mamalias segir trúna vera gjöf sem ekki allir taki á móti. Hún er þakklát fyrir að vera að fermast í kaþólsku kirkjunni, fyrir að fá tækifæri til að kynnast fleiri kaþólskum börnum í landinu og langar í framtíðinni til að hjálpa fólki sem hefur misst trúna á sjálft sig. Elínrós Líndal elinros@mbl.is

Hvernig hefur fermingarfræðslan verið fyrir þig?

„Það hefur verið mjög skemmtilegt vegna þess að ég fékk að kynnast öðrum kaþólskum krökkum og læra meira um Guð, Biblíuna og bænir.“

Er það „inni“ að vera trúaður í dag?

„Mér finnst það mjög persónulegt fyrir hverja og eina manneskju, en trú er gjöf sem ekki allir taka á móti.“

Hvað telur þú að trúaðir geri fram yfir aðra?

„Þeir fara í kirkju og biðja til Guðs.“

Hvaða væntingar gerir þú til framtíðarinnar og hvernig muntu nýta þér trúna í framtíðinni?

„Það sem mig langar að gera í framtíðinni er að hjálpa öllum sem hafa misst trú á sjálfum sér og ég mun nýta trúna mína í framtíðinni með því að vera alltaf jákvæð og treysta Guði.“

Hvað hefur staðið upp úr í fræðslunni í vetur?

„Að taka þátt í óvissuferðinni og kynnast kirkjunni og trúnni betur.“

Hvernig samfélag langar þig að sjá í framtíðinni ef þú fengir að

ráða og innleiða það sem þú hefur lært í fermingarfræðslunni í vetur?

„Það sem ég er búin að læra í fermingarfræðslunni er að vera alltaf góð. Að vera þakklát Guði. Að vera jákvæð. Ég hef lært að við erum ekki ein á jörðinni. Þannig að ef ég fengi að ráða í framtíðinni myndi ég vilja hafa frið á jörðinni. Stoppa einelti og hvetja til þess að manneskjur geri hlutina með jákvæðni og trú í harta. Ég myndi vilja skapa atvinnu handa fólki sem þarf vinnu og svo myndi ég vilja sjá fyrir hreinu vatni fyrir þá sem þurfa hreint vatn til að hreinsa sig og drekka til að lifa af.“

Ef þú ættir að gera eitthvað fyrir Guð á hverjum degi, hvað væri það?

„Að vera alltaf þakklát, hjálpa öðrum sem vantar hjálp, alltaf að vera góð við alla og treysta sjálfri mér og Guði.“