Roastbeef.
Roastbeef.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jón Örn Stefánsson, matreiðslumeistari hjá Kjötkompaníinu, er mikill áhugamaður um allt sem tengist góðum mat og að sjálfsögðu á framúrskarandi kjöt allan hans huga. Kjötkompaníið sérhæfir sig m.a. í smáréttum fyrir ferminguna.
Jón Örn Stefánsson , matreiðslumeistari hjá Kjötkompaníinu, er mikill áhugamaður um allt sem tengist góðum mat og að sjálfsögðu á framúrskarandi kjöt allan hans huga. Kjötkompaníið sérhæfir sig m.a. í smáréttum fyrir ferminguna. Hér koma góðar upplýsingar fyrir þá sem hafa hug á að bjóða upp á smárétti í fermingu á þessu ári. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

Hvað mælið þið með mörgum snittum á mann í fermingu?

„Sem full máltíð mælum við með 12 bitum á mann. Þetta er auðvitað alltaf matsatriði en ef veislan er á matmálstíma mælum við alltaf með 12 bitum en ef hún er á miðjum degi mælum við með 6-8 bitum á mann.“

Hvað er skemmtilegt að setja saman fyrir veislu?

„Ég mæli með að blanda tapassnittum saman við míníborgara, nauta- og kjúklingaspjótum ásamt litlum réttum í skálum eins og Yuzu-nautalund eða heitreyktum laxi á seljurótarmauki með grænsprettum. Svo er um að gera að vera með eins og einn sætan bita með.“

Jón Örn segir alltaf mjög vinsælt að gera súpur fyrir ferminguna. „Við hjá Kjötkompaníi erum með mexíkóska kjúklingasúpu, ungverska gúllassúpu, íslenska kjötsúpu og svo humarsúpu. Við bjóðum einnig upp á allt frá steikarhlaðborðum upp í hamborgaragrillpartí fyrir fermingarveisluna.“

Hvaðan kemur þessi smáréttahefð?

„Hún kemur frá Spáni og Ítalíu og svo auðvitað úr skandinavískri matarhefð.“

Hvað gerið þið öðruvísi fyrir fermingar?

„Við erum mikið fyrir að reyna að hrista svolítið upp í öllum hefðum og erum sífellt að þróa eitthvað nýtt og spennandi. Allt sem við erum að fást við er gert á staðnum hjá okkur, sem sagt heimalagað. Við vinnum þessar meira skapandi veislur með viðskiptavinum okkar hverju sinni.“

Hvað skiptir mestu máli að ykkar mati í veitingum fyrir ferminguna?

„Númer eitt, tvö og þrjú er að fermingarbarnið sé sátt við matseðilinn og helst með puttana í því hvað verður í boði. Það er að okkar mati mjög skemmtilegt að reyna að uppfylla allar óskir fermingarbarnsins – hvernig svo sem þær hljóma,“ segir hann og brosir.

Eitthvað að lokum?

„Ég mæli með að fólk fari í rannsóknarvinnu um hvað það vill, skoði vel hvað er í boði. Svo er um að gera að panta fund með okkur þar sem fermingarbarnið er með og málin rædd og fundin lausn á öllu.“