Fjórir einstaklingar sækjast eftir því að gegna formennsku hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Það eru þau Róbert Guðfinnsson, Bjarnheiður Hallsdóttir, Þórir Garðarsson og Margeir Vilhjálmsson.

Fjórir einstaklingar sækjast eftir því að gegna formennsku hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Það eru þau Róbert Guðfinnsson, Bjarnheiður Hallsdóttir, Þórir Garðarsson og Margeir Vilhjálmsson. Grímur Sæmundsen, sem hefur gegnt formennsku undanfarin fjögur ár, tilkynnti um miðjan febrúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér að nýju.

Róbert Guðfinnsson hefur fjárfest fyrir milljarða í atvinnuuppbyggingu á Siglufirði. Hann stóð að uppbyggingu Sigló hótels, sem hefur gistirými fyrir allt að 140 manns, og er aðaleigandi líftæknifyrirtækisins Genis. Bjarnheiður Hallsdóttir er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI. Bjarnheiður var stundakennari við Háskóla Íslands og eins við Ferðamálaskóla Kópavogs. Þórir Garðarsson er stjórnarformaður ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line Iceland. Hann situr bæði í stjórn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar. Margeir Vilhjálmsson er framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis. Hann var einnig framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur á árunum 1998 til 2006.