Hart er barist um sæti á HM
Hart er barist um sæti á HM
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Sviss mæti Noregi í tveimur umspilsleikjum um keppnisrétt á HM karla í handknattleik sem fram fer í byrjun næsta árs. Umspilsleikirnir fara fram í júní.
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Sviss mæti Noregi í tveimur umspilsleikjum um keppnisrétt á HM karla í handknattleik sem fram fer í byrjun næsta árs. Umspilsleikirnir fara fram í júní. Þátttaka landsliðs Sviss hefur verið í óvissu vegna þess að Bosníumenn eru ósáttir við að hafa verið dæmdur ósigur í leik sem þeir unnu á móti Sviss í lokaumferð forkeppninnar í janúar. Bosníu var úrskurðað tap vegna þess að hún tefldi fram leikmanni í leiknum sem ekki var á skýrslu. Sviss kærði framkvæmd leiksins og var dæmdur sigur. Bosníumenn áfrýjuðu málinu til áfrýjunardómstóls EHF þar sem þeir töldu að ástæða þess að leikmaðurinn var ekki á skýrslu lægi í mistökum eftirlitsmanns EHF. Áfrýjunardómstóllinn féllst ekki á mótbárur Bosníumanna og staðfesti fyrri niðurstöðu.