Óvissa Rýmingu var aflétt í gær.
Óvissa Rýmingu var aflétt í gær.
Rýmingu tveggja reita undir Strandartindi í Seyðisfirði var aflétt eftir hádegi í gær en þá hafði dregið úr úrkomu og hætta á votum snjóflóðum minnkað. Á níunda tímanum í gærkvöldi var svo óvissustigi vegna snjóflóðahættu aflýst á Austurlandi.

Rýmingu tveggja reita undir Strandartindi í Seyðisfirði var aflétt eftir hádegi í gær en þá hafði dregið úr úrkomu og hætta á votum snjóflóðum minnkað. Á níunda tímanum í gærkvöldi var svo óvissustigi vegna snjóflóðahættu aflýst á Austurlandi.

Morgunblaðið ræddi við Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðing á snjóflóðavakt Veðurstofunnar í gærkvöldi. Hann sagði töluvert hafa fallið af blautum snjóflóðum víða í Norðfirði í gær og sömuleiðis hefðu lítil flóð runnið í Seyðisfirði. Meiri úrkoma var á sunnanverðum fjörðunum en í Seyðisfirði og norðar og féll regn í efstu hlíðum, sem skapaði hættu á blautum flóðum.

athi@mbl.is