Styrkur Anna Linda Guðmundsóttir, stjórnarmaður Heyrnartækni, Sigþór Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, Björn Víðisson. framkvæmdastjóri Heyrnartækni og Lilja Sveinsdóttir ásamt leiðsöguhundinum Olive.
Styrkur Anna Linda Guðmundsóttir, stjórnarmaður Heyrnartækni, Sigþór Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, Björn Víðisson. framkvæmdastjóri Heyrnartækni og Lilja Sveinsdóttir ásamt leiðsöguhundinum Olive.
Blindrafélagið fékk afhentan í vikunni styrk upp á 1.000.000 kr. frá fyrirtækinu Heyrnartækni. Styrkurinn er veittur til kaupa á leiðsöguhundi.

Blindrafélagið fékk afhentan í vikunni styrk upp á 1.000.000 kr. frá fyrirtækinu Heyrnartækni. Styrkurinn er veittur til kaupa á leiðsöguhundi.

Blindrafélagið beitir sér fyrir því að tryggja félagsmönnum sínum aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum en hundarnir eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og alvarlega sjónskert fólk og veita notendum mikið frelsi og aukið öryggi, segir í fréttatilkynningu frá Heyrnartækni.

Mikill kostnaður er í því fólginn að þjálfa leiðsöguhund og koma honum til landsins og því vildi Heyrnartækni leggja málefninu lið.

Leiðsöguhundur getur starfað í um átta til tíu ár með hverjum notanda og veitt honum ómetanlega aðstoð á tímabilinu. Í dag eru fimm starfandi leiðsöguhundar hér á landi og þörfin fyrir fleiri hunda mikil. Það er von Heyrnartækni að styrkurinn verði öðrum hvatning til að veita þessu málefni athygli og aðstoð.