— Getty Images/iStockphoto
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fátt er mikilvægara en góð húðumhirða. Ekki bara fyrir stelpur heldur líka stráka. Hér eru nokkur góð ráð fyrir hreina, fallega og ljómandi húð. Marta María | mm@mbl.is

1. Hreinsaðu húðina kvölds og morgna. Það er mjög mikilvægt að hreinsa mengun og svita af húðinni til að koma í veg fyrir leiðinlegar bólur. Waso Quick Gentle Cleanser frá Shiseido er fullkominn fyrir unga húð. Hann er mildur og mjög auðveldur í notkun. Settu smá í lófann og nuddaðu yfir allt andlitið og skolaðu svo vel af með volgu vatni eða taktu hann bara með þér í sturtuna og hreinsaðu húðina í leiðinni.

2. Drekktu nóg af vatni. Það er ótrúlegt hvað þú getur gert mikið fyrir húðina og heilsuna með því að drekka nægilegt magn af vatni daglega. Stundum þarf örlitla auka hjálp þegar húðin er orðin þurr og erfið eftir langan vetur. Waso Fresh Jelly Lotion frá Shiseido er létt gel sem verður að vatni þegar það flýtur yfir húðina. Gelið er algjör rakabomba en dregur líka úr roða og jafnar húðlit.

3. Góður raki skiptir öllu máli þegar kemur að góðri húðumhirðu. Það ættu allir að eiga eitt gott rakakrem til að nota kvölds og morgna. Gott er líka að nota krem eftir sturtu og alltaf hafa það með í íþróttatöskunni. Daily Energizer Cream frá Clarins er dæmi um gott krem sem gefur góðan raka en glansar ekki á húðinni. Það er alveg olíulaust og stútfullt af C-vítamíni sem hjálpar til að jafna húðlit.

4. Það eru því miður fáir sem þjást ekki af þurrum vörum á þessum tíma árs. Gott ráð við því er að bursta varirnar vel með tannbursta. Mikilvægt er að bera góðan varasalva á varirnar áður en þú burstar þær. Algjör nauðsyn er Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden sem er ekki bara einn besti varasalvi sem til er, heldur gerir kremið líka undur fyrir slæma þurrkbletti, kuldaexem, naglabönd, sár, bruna og margt fleira.

5. Verndaðu húðina. Umhverfismengun og sólin geta haft mikil áhrif á útlit húðarinnar, geta valdið bólum og þurrki. Waso Color-Smart Day Moisturizer frá Shiseido er snilldarkrem sem verndar húðina allan daginn. Kremið er með sólarvörn og verndar hana frá mengum umhverfis en jafnar og birtir líka húðlit. Kremið er hvítt en aðlagast húðlitnum þínum þegar þú nuddar því í húðina. Fullkomið ef þú vilt fela nokkrar litlar bólur og roða án þess að nota farða.

6. Stundum er gott að eiga tromp uppi í erminni. Maskar geta verið vopn gegn alls konar húðvandamálum og geta gert mikið fyrir húðina á stuttum tíma. Mundu að nota þá ekki of oft og notaðu rétta maska fyrir þína húð. SOS-maskarnir frá Clarins eru auðveldir í notkun en SOS-línan inniheldur 3 maska sem vinna á misjöfnum vandamálum. Þeir eiga það allir sameiginlegt að þurfa aðeins 10 mínútur til að ná fullri virkni svo þeir eru mjög hentugir fyrir þá sem vilja fljótlega en áhrifamikla meðferð.