[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þegar kemur að því að skreyta fyrir ferminguna er gott að velja liti og þema til að vinna eftir. Við mælum með því að fermingarbarnið taki þátt í undirbúningnum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

Það sem er vinsælt um þessar mundir er litlar blómaskreytingar í vösum sem er raðað saman á einum stað á hverju borði eða á einu borði. Einnig er vinsælt að hafa blóm hangandi úr loftinu. Náttúrulegar grænar greinar með viðarlit og hvítu hafa alltaf verið vinsælar fyrir fermingar. Valmöguleikarnir eru margir og eftirfarandi myndir sýna hluta af því sem er vinsælt í dag.

Stundum er kökurnar notaðar til að setja blómin á. Það er skemmtileg og falleg venja. Eins vinna veitingarnar alltaf með skreytingum. Við mælum með fagfólki til að aðstoða með slíkt fyrir veislur. Einnig að vera með marga fallega vasa við höndina til að prófa sig áfram með skreytingar.