Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði nú í vikunni að eignarréttur Mentís, félags í eigu Gísla K. Heimissonar, að 7,2% hlut í Reiknistofu bankanna (RB), sem félagið keypti af Kviku banka í apríl árið 2016, yrði viðurkenndur.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði nú í vikunni að eignarréttur Mentís, félags í eigu Gísla K. Heimissonar, að 7,2% hlut í Reiknistofu bankanna (RB), sem félagið keypti af Kviku banka í apríl árið 2016, yrði viðurkenndur.

Tekist hefur verið á um þennan hlut frá því kaupin voru gerð, en fljótlega eftir kaupin lýsti Sparisjóður Höfðhverfinga því yfir að hann hygðist neyta forkaupsréttar samkvæmt ákvæði í samþykktum RB.

Forkaupsréttinn taldi Sparisjóður Höfðhverfinga sig hafa nýtt rúmum hálftíma áður en frestur til að nýta réttinn rann út, en Mentís telur að fresturinn hafi verið liðinn. Mentís vísar til þess að Sparisjóðurinn hafi ekki neytt forkaupsréttar innan 30 daga tímafrests samkvæmt samþykktum félagsins, en Mentís telur að fresturinn hafi verið liðinn 11. maí 2016 kl. 17.56. Frestur Sparisjóðsins til að nýta sér forkaupsrétt sinn hafi byrjað að líða 11. apríl 2016.

Í dómnum segir að engin haldbær rök séu til þess að miða upphaf 30 daga tímafrests við næsta dag á eftir, 12. apríl 2016. 16