Sigurður Jóhannsson fæddist á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi 16.3. 1918, sonur Jóhanns Bjarna Hjörleifssonar, bónda þar, síðar verkstjóra hjá Vegagerð ríkisins, og k.h., Sigríðar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Sigurður Jóhannsson fæddist á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi 16.3. 1918, sonur Jóhanns Bjarna Hjörleifssonar, bónda þar, síðar verkstjóra hjá Vegagerð ríkisins, og k.h., Sigríðar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Jóhann Bjarni var sonur Hjörleifs Björnssonar, bónda á Hofsstöðum, og k.h., Kristjönu Elísabetar Sigurðardóttur húsfreyju, en Sigríður Jóhanna var dóttir Sigurðar Guðmundssonar, bónda á Ystu-Görðum í Fremri-Hundadal í Dalasýslu, og k.h., Kristínar Jóhönnu Þórðardóttur húsfreyju.

Sigurður kvæntist 1951 Stefaníu Guðnadóttur bankaritaa sem lést 1997. Sonur þeirra er dr. Skúli Sigurðsson vísindasagnfræðingur.

Sigurður vann við vegagerð á unglingsárum. Hann lauk stúdentsprófi 1937 og lauk prófi í byggingaverkfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1942 en komst ekki heim vegna stríðsins fyrr en 1945. Hann var verkfræðingur hjá Arbejds- og Socialministeriets Beskæftigelsecentral, Ingeniörkontoret í Kaupmannahöfn 1942-43 og við Indalsälvens Regleringsföreningen í Stokkhólmi 1943-45.

Sigurður hóf störf hjá Vegagerð ríkisins við heimkomuna. Hann var verkfræðingur þar 1945-56 og gegndi embætti vegamálastjóra frá 1956 og til æviloka. Þá var hann kennari í stærðfræði við MR 1947-55, prófdómari þar 1961-65 og við verkfræðideild HÍ 1974-76.

Sigurður sat í hafnarstjórn Reykjavíkur 1946-50, var ráðunautur félagsmálaráðuneytis um vatnsveitumál, formaður Verkfræðingafélags Íslands 1972-74, sat í stjórn Nordisk Vejteknisk Forbund 1956-76, var formaður Íslandsdeildar norræna vegatæknisambandsins 1956-76, sat í skipulagsnefnd ríkisins á sama tíma, var formaður svæðisskipulagsnefndar Reykjavíkur og nágrennis 1964-76, átti sæti í almannavarnaráði 1963-76 og var forseti Ferðafélags Íslands frá 1961-76.

Sigurður lést 2.10. 1976