[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Menntaskólinn í Kópavogi frumsýndi söngleikinn Hairspray í vikunni. Monika Melkorka Arnarsdóttir úr stjórn leikfélagsins og Kristinn Örn Sigurðsson leikari í sýningunni kíktu í spjall í Magasínið á K100. Sýningar fara fram í Gaflaraleikhúsinu næstu...
Menntaskólinn í Kópavogi frumsýndi söngleikinn Hairspray í vikunni. Monika Melkorka Arnarsdóttir úr stjórn leikfélagsins og Kristinn Örn Sigurðsson leikari í sýningunni kíktu í spjall í Magasínið á K100. Sýningar fara fram í Gaflaraleikhúsinu næstu daga. Söngleikurinn er byggður á mynd John Waters og má segja að hún hafi slegið rækilega í gegn árið 2007 er John Travolta, Michelle Pfeiffer, Christopher Walken og Zac Efron fóru með aðalhlutverk í endurgerð á samnefndum söngleik frá árinu 1988. Þú getur nálgast viðtalið á k100.is.