Listamaðurinn „Ég ákvað að breyta aðeins til,“ segir Þorvaldur um verkin.
Listamaðurinn „Ég ákvað að breyta aðeins til,“ segir Þorvaldur um verkin. — Morgunblaðið/Einar Falur
„Það eru nokkrar breytingar í verkunum mínum, frá því sem ég hef verið að sýna síðustu ár,“ segir Þorvaldur Jónsson myndlistarmaður um verkin á sýningunni Atburðarásir sem hann opnar í dag, laugardag, kl.

„Það eru nokkrar breytingar í verkunum mínum, frá því sem ég hef verið að sýna síðustu ár,“ segir Þorvaldur Jónsson myndlistarmaður um verkin á sýningunni Atburðarásir sem hann opnar í dag, laugardag, kl. 16 í Listamenn Gallerí að Skúlagötu 32. Á sýningunni eru bæði teikningar og málaðar lágmyndir en Þorvaldur segist hafa bætt útskurði inn í myndsköpunina undanfarið ár, eins og glögglega má sjá hér í verkum þar sem landslagið hefur tekið yfir en nær ekkert fer fyrir fólki í náttúrunni eins og margir þekkja úr eldri verkum hans.

„Ég prófaði að fara aftur í verklag sem ég stundaði þegar ég var að útskrifast úr LHÍ fyrir um níu árum síðan, að fara aftur að skera út í plötur. Þetta er allt handfrjálst,“ segir hann og sýnir hvernig hann ristir í plöturnar sem hann síðan málar.

„Það er líka nokkur litabókarstemning í myndunum,“ bætir hann svo við.

„Ég hef oft haft meiri söguþráð en hér, eitthvað hefur verið að gerast í verkunum, en hér eru meiri náttúrumyndir. Ég ákvað að breyta aðeins til núna. Leyfa skóginum að koma inn í rýmið.“