Skissa Vatnslitamynd Nínu Tryggvadóttur af altaristöflunni í Skálholtskirkju.
Skissa Vatnslitamynd Nínu Tryggvadóttur af altaristöflunni í Skálholtskirkju.
Á uppboði Gallerís Foldar á mánudaginn kemur kl. 18 verður meðal annars boðið upp úrval eldri og nýrra abstraktverka, til að mynda málverk eftir Þorvald Skúlason frá 1973, málverk eftir Bernd Koberling og fjögur olíumálverk eftir Kristján Davíðsson.

Á uppboði Gallerís Foldar á mánudaginn kemur kl. 18 verður meðal annars boðið upp úrval eldri og nýrra abstraktverka, til að mynda málverk eftir Þorvald Skúlason frá 1973, málverk eftir Bernd Koberling og fjögur olíumálverk eftir Kristján Davíðsson.

Boðin verður upp skissa Nínu Tryggvadóttur að altaristöflunni í Skálholtskirkju og sérstök teikning eftir Alfreð Flóka.

Í tilkynningu er einnig bent á að áhugavert úrval grafíkverka verði á uppboðinu, meðal annars eftir Gunnlaug Scheving, Erró og Braga Ásgeirsson, áritað þrykk eftir Salvador Dalí og verkið Heimaey II eftir Richard Serra.

Sýning á verkunum stendur yfir í Gallerí Fold alla helgina og á vefsíðunni myndlist.is.