Svör Fjöldi fyrirspurna liggur fyrir.
Svör Fjöldi fyrirspurna liggur fyrir. — Morgunblaðið/Eggert
Mikil vinna fer fram í ráðuneytunum við að undirbúa svör við fyrir-spurnum frá alþingismönnum.

Mikil vinna fer fram í ráðuneytunum við að undirbúa svör við fyrir-spurnum frá alþingismönnum.

„Það mætti gróflega ætla að algengt geti verið að það taki 10-40 vinnustundir að undirbúa svar við fyrirspurn og í augnablikinu er staðan þannig að verið er að vinna svör við 26 fyrirspurnum,“ segir Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.

Alls hafa verið lagðar fram 283 fyrirspurnir til ráðherra á yfirstandandi þingi og er þeim flestum ósvarað. Á þremur síðustu þingum hafa verið lagðar fram 749 fyrirspurnir.

Fjöldi fyrirspurna sem þingmenn hafa beint til fjármálaráðuneytisins hefur verið breytilegur undanfarin ár og farið allt upp í 68 skriflegar og 7 munnlegar fyrirspurnir á einu löggjafarþingi, eða 75 fyrirspurnir alls. Í einhverjum tilvikum hafi farið fleiri tugir eða jafnvel hundruð vinnustunda í að undirbúa einstök svör. 12