[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Ensku félögin Liverpool og Manchester City drógust saman í gær þegar dregið var til átta liða úrslitanna í Meistarakeppni Evrópu í fótbolta.

*Ensku félögin Liverpool og Manchester City drógust saman í gær þegar dregið var til átta liða úrslitanna í Meistarakeppni Evrópu í fótbolta. Juventus og Real Madrid, sem léku til úrslita fyrir ári síðan, mætast einnig, sem og Sevilla – Bayern München og Roma – Barcelona. Leikið verður 3.-4. apríl og 10.-11. apríl.

*Arsenal dróst gegn CSKA frá Moskvu í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Þar mætast einnig RB Leipzig – Marseille, Atlético Madrid – Sporting Lissabon og Lazio – Salzburg. Leikið er 5. og 12. apríl.

* Atli Hrafn Andrason , unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið lánaður til Víkings í Reykjavík frá enska liðinu Fulham. Atli Hrafn, sem er nýorðinn 19 ára, kom til Fulham frá KR sumarið 2016 og hefur leikið með U23 ára liði félagsins. Hann lék fimm úrvalsdeildarleiki með KR áður en hann fór til Englands og á að baki 25 leiki með yngri landsliðum Íslands.

* Hafdís Sigurðardóttir , Íslandsmeistari í langstökki, er í landsliðshópi Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir komandi keppnistímabil utanhúss en m.a. er framundan þátttaka í Evrópubikarkeppni landsliða. Hafdís hefur nýverið hafið keppni á nýjan leik eftir barnsburð. Hópinn í heild sinni má sjá á mbl.is/sport.