Blóðbræður Dúettinn Royal Blood er skipaður Mike Kerr og Matt Helders.
Blóðbræður Dúettinn Royal Blood er skipaður Mike Kerr og Matt Helders. — Ljósmynd/Andy Hughes
Rokksveitin Royal Blood mun halda tónleika í Laugardalshöll 19. júní næstkomandi. Royal Blood er enskur dúett skipaður söngvaranum og bassaleikaranum Mike Kerr og trymblinum Matt Helders.

Rokksveitin Royal Blood mun halda tónleika í Laugardalshöll 19. júní næstkomandi. Royal Blood er enskur dúett skipaður söngvaranum og bassaleikaranum Mike Kerr og trymblinum Matt Helders.

„Sérstaða sveitarinnar er ekki síst sú að sveitarmeðlimir eru bara tveir, samt fylla þeir upp í slíkt hljóðrými að það mætti halda að tuttugu manns væru að verki,“ segir í tilkynningu vegna tónleikanna og að fyrsta plata Royal Blood, samnefnd sveitinni, hafi komið út árið 2014 og slegið í gegn. „Þetta er ævintýralega góð tónleikasveit,“ er haft eftir Þorsteini Stephensen tónleikahaldara.