FOREST er mjúk værðarvoð frá IHönnu í stærðinni 100x140 cm.
FOREST er mjúk værðarvoð frá IHönnu í stærðinni 100x140 cm.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hjá IHönnu sýnir TILES-handklæði og FOREST-værðarvoð úr bómull á sýningunni í MUN. FOREST-værðarvoð er aðeins minni en ullarværðarvoðin frá IHönnu og enn mýkri.
Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hjá IHönnu sýnir TILES-handklæði og FOREST-værðarvoð úr bómull á sýningunni í MUN.

FOREST-værðarvoð er aðeins minni en ullarværðarvoðin frá IHönnu og enn mýkri. Handklæðin eru komin á markað en værðarvoðirnar eru í vefstólnum og koma í búðir á næstu vikum.

„FOREST-mynstrið vísar í greni-skóg sem útfærður er á grafískan máta þar sem línur mætast og úr verður skógur. Teppið er svart og natur á lit en önnur hliðin er dagur, þar sem allt er bjart og létt en hin hliðin er nótt, þar sem er myrkur og meiri dulúð yfir. Innblástur TILES-handklæðanna kemur út frá leiðinni sem við göngum í gegnum lífið. Stundum er vegurinn grýttur en með tímanum styrkist maður og nær að fylla upp í eyðurnar á veginum.“ Handklæðin eru framleidd úr þéttri hágæða bómull í Portúgal í þremur litum og fjórum stærðum. Aðspurð hvað kveikti hugmyndina segir Ingibjörg sér finnast voðalega gaman að hanna það sem hana vantar á heimilið og vinnur hún oft út frá því.

Ingibjörg Hanna tekur einnig þátt í samsýningunni #Endurvinnumálið sem er í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á HönnunarMars. Á þeirri sýningu var efnt til söfnunarátaks á áli í sprittkertum yfir hátíðarnar til þess að efla vitund almennings um mikilvægi flokkunar og endurvinnslu á áli. „Ákveðið var að halda söfnun álsins áfram og er það nú orðið varanlegur kostur í endurvinnsluflóru landsmanna. Til þess að efniviðurinn eignaðist framhaldslíf þótti kjörið að fá nokkra reynda hönnuði til þess að bregða á leik.“ Verk Ingibjargar á sýningunni er þurrkgrind á ofn fyrir vettlinga og húfur. „Það er eitthvað sem okkur fjölskylduna hefur vantað lengi,“ segir hún að lokum.