Mótmæli Herskáir mótmælendur með refagrímur létu að sér kveða í lok febrúar þegar alþjóðleg loðfelda- og tískusýning var haldin í Hong Kong.
Mótmæli Herskáir mótmælendur með refagrímur létu að sér kveða í lok febrúar þegar alþjóðleg loðfelda- og tískusýning var haldin í Hong Kong. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Um leið og æstum dýraverndunarsinnum vex stöðugt ásmegin og þeir hafa uppi sífellt háværari mótmæli eru helstu tískuhönnuðir heims smám saman orðnir svolítið smeykir við að nota loðfeldi í fatalínur sínar.
Um leið og æstum dýraverndunarsinnum vex stöðugt ásmegin og þeir hafa uppi sífellt háværari mótmæli eru helstu tískuhönnuðir heims smám saman orðnir svolítið smeykir við að nota loðfeldi í fatalínur sínar. Samt þótti tíðindum sæta þegar Donatella Versace lýsti því nýverið yfir í viðtali við breskt tímarit að Versace, hátískufyrirtæki fjölskyldunnar, væri hætt að nota alvöru skinn í framleiðslu sína. Með fréttatilkynningu þess efnis birti AFP mynd, sem tekin var á tískusýningu fyrir haust- og vetur 2000/2001, og sýnir fyrirsætu í dragsíðum og glæsilegum pels sem trúlega hefur fengið sumar forríkar konur til að engjast yfir hörku og óbilgirni dýraverndunarsinna. Enda hefur í mörg ár vart verið óhætt fyrir þær að skrýðast slíkum flíkum á götum úti án þess að hafa um sig hirð lífvarða til að stugga burt æstu fólki, sem ólmt vill slettamálningu á gersemarnar.