Útvarp Jón Gnarr leikur hinar ýmsu persónur í Sirkus.
Útvarp Jón Gnarr leikur hinar ýmsu persónur í Sirkus. — Morgunblaðið/Ómar
Frá því ég heyrði brot úr Sirkus Jóns Gnarr á Rás 2 síðasta laugardag hef ég verið á báðum áttum um hvort rétt væri að deila því með lesendum Morgunblaðsins.

Frá því ég heyrði brot úr Sirkus Jóns Gnarr á Rás 2 síðasta laugardag hef ég verið á báðum áttum um hvort rétt væri að deila því með lesendum Morgunblaðsins. En fyrst þetta er úr þætti fyrrverandi borgarstjóra í útvarpi allra landsmanna ætti það að vera óhætt. Jón bregður sér sjálfur í hlutverk hinna ýmsu persóna sem hringja í „Smásálina“ og ræða hitt og þetta við félaga hans. „Kona“ sem hringdi inn í síðasta þætti kvaðst ekki skilja fjaðrafok út af presti sem sleikti konur í framan og sagði m.a.: „Að finna hrjúfa skeggbrodda á tungunni er alveg stórkostlegt. Ég bið stundum bláókunnuga menn um að fá að sleikja þá aðeins í framan. Eftir á þá fróa ég mér. Þetta hefur svona örvandi áhrif á mig. Veistu hvað ég geri alltaf: Ég bið þessa menn alltaf leyfis og þeir taka mér yfirleitt alltaf vel. Ég segi kannski: Ég sé að þú ert með svona þriggja daga skegg. Má ég nokkuð sleikja á þér kinnina? Ég hef reynt að leggja mig fram að fara ekki dult með mínar kenndir og mína kynhegðun. Ég vil segja við þennan prest. Það er ekkert að því að sleikja kinnina á einhverjum ef maður er með leyfi frá viðkomandi.“

Og þar hafið þið það!

Víðir Sigurðsson

Höf.: Víðir Sigurðsson