[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kvikmyndagerðarmaðurinn Dagur Kári Pétursson tjáði sig um nýjan búning íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Mér líst vel á að mæta til leiks á HM í þessum sláturhúsagalla; blóðslettur á ermunum og alles!

Kvikmyndagerðarmaðurinn Dagur Kári Pétursson tjáði sig um nýjan búning íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Mér líst vel á að mæta til leiks á HM í þessum sláturhúsagalla; blóðslettur á ermunum og alles!“

Linda Björk Árnadóttir , lektor í fatahönnun við LHÍ, tjáði sig um treyjumálið en hún hefði kosið að íslenskur hönnuður hefði fengið að spreyta sig á verkinu.

„Nú hefur komið í ljós að ítalskur hönnuður hefur hannað hina nýju treyju og hinni íslensku samkeppni stungið undir stól. Það eru augljóslega til peningar í þetta verkefni en samt má ALLS EKKI greiða íslenskum hönnuðum fyrir vinnu sína. Ég er mjög svekkt út í íslensk fótboltayfirvöld vegna þessa máls.“

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason deildi myndbandi frá Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri um uppsetninguna á Lovestar.

„Akureyringar og nærsveitamenn ættu endilega að mæta og fagna hæfileikafólkinu í Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri. Það er alltaf smá spenningur að mæta á frumsýningu sem byggist á manns eigin verki en þarna fóru þau alveg fram úr björtustu vonum. Leikurinn, söngurinn, lifandi tónlist, sviðsmyndin, leikstjórnin allt tókst eins og best verður á kosið. Söngleikjaformið hentaði stemningunni sérlega vel.

Takk fyrir mig MA og til hamingju Akureyri með þennan magnaða hóp.“