Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf annan hringinn á Founders Cup-mótinu í Phoenix, Arisóna, um klukkan níu í gærkvöld en hún lék fyrsta hringinn í fyrrakvöld á 74 höggum, tveimur yfir pari. Þá var hún í 99.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf annan hringinn á Founders Cup-mótinu í Phoenix, Arisóna, um klukkan níu í gærkvöld en hún lék fyrsta hringinn í fyrrakvöld á 74 höggum, tveimur yfir pari. Þá var hún í 99. sæti og vantaði tvö högg til að ná niðurskurði keppenda eftir 36 holur.

Þegar Morgunblaðið fór í prentun um ellefuleytið í gærkvöld hafði Ólafía leikið átta holur á höggi yfir pari samtals. Hafði fengið sex pör, einn fugl og slæman skramba. Var Ólafía þá í 104. sæti og var útlit fyrir að hún þyrfti að bæta sig um fjögur högg til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Niðurstöðuna má sjá á mbl.is/sport/golf.