[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ég er að lesa bók sem heitir The Angels og kynnir fyrir manni ýmsa engla, hlutverk þeirra og tengsl fólks við þá. Þetta er í rauninni eins og handbók, það er hægt að fletta upp í henni.

Ég er að lesa bók sem heitir The Angels og kynnir fyrir manni ýmsa engla, hlutverk þeirra og tengsl fólks við þá. Þetta er í rauninni eins og handbók, það er hægt að fletta upp í henni.

Ég var líka að enda við að lesa einu sinni enn bókina Austræn hugsun fyrir vestrænan hug eftir Anthony Strano, sem tengist lótusjóga og rajajóga sem Lótushúsið er með.

Þetta er á mínu áhugasviði og þar er líka höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð sem ég hef verið að kynna mér. Lykilbækur í því eru CranioSacral Therapy I og II eftir John E. Upledger. Ég hef verið að lesa þetta í vetur, tók fyrsta námskeiðið í vetur og ætla að fara dýpra í það.

Svo er ég með eina nýja bók á náttborðinu, Mið-Austurlönd eftir Magnús Þorkel Bernharðsson. Ég tek hana um páskana, þá ætla ég að fara aðeins út úr fræðunum.