Gengi Kviku hækkaði um 11% í 7,9 í Kauphöllinni í gær. Um var að ræða fyrsta daginn sem viðskipti hófust með bréf bankans á First North-hliðarmarkaðnum. Veltan nam 220 milljónum króna. Markaðsvirði bankans var í lok dags 14,5 milljarðar króna.

Gengi Kviku hækkaði um 11% í 7,9 í Kauphöllinni í gær. Um var að ræða fyrsta daginn sem viðskipti hófust með bréf bankans á First North-hliðarmarkaðnum. Veltan nam 220 milljónum króna.

Markaðsvirði bankans var í lok dags 14,5 milljarðar króna. Til samanburðar er markaðsvirði minnstu félaganna á Aðallista 11,4 milljarðar í tilviki Origo og 14,6 milljarðar hjá Skeljungi . Umtalsverð viðskipti hafa verið með bréf Kviku á undanförnum misserum. Fram hefur komið í fjölmiðlum að gengi í viðskiptunum hafi verið 6,3 til 6,6. Bréfin hafa því hækkað um 25% miðað við lægra gengið.

Kvika er fyrsti bankinn sem er skráður á markað á Íslandi frá fjármálakreppunni.