Í sjónmáli nefnist einkasýning sem Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir opnar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag kl. 14. Sýningin samanstendur af stórri vegginnsetningu auk minni málverka sem spila á mörk hins tvívíða og þrívíða.
Í sjónmáli nefnist einkasýning sem Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir opnar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag kl. 14. Sýningin samanstendur af stórri vegginnsetningu auk minni málverka sem spila á mörk hins tvívíða og þrívíða. Með efnisvalinu vísa verkin á mismunandi hátt í stöðu sína sem málverk. Áhorfendur eru gerðir meðvitaðir um líkama sinn í rýminu og afstöðu til verkanna, sem breytist eftir sjónarhorni hvers og eins.