Einar Már Guðmundsson ÚTGÁFURÉTTUR að nýrri ljóðabók Einars Más Guðmundssonar, Ég stytti mér leið fram hjá dauðanum, hefur verið seldur til Danmerkur og er það í fyrsta skipti í íslenskri bókmenntasögu sem útgáfuréttur að ljóðabók er seldur utan áður en hún kemur út hér.
Einar Már Guðmundsson ÚTGÁFURÉTTUR að nýrri ljóðabók Einars Más Guðmundssonar, Ég stytti mér leið fram hjá dauðanum, hefur verið seldur til Danmerkur og er það í fyrsta skipti í íslenskri bókmenntasögu sem útgáfuréttur að ljóðabók er seldur utan áður en hún kemur út hér. — Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
17. mars 1982 Einar Már Guðmundsson hlaut bókmenntaverðlaun Almenna bókafélagsins fyrir skáldsöguna „Riddarar hringstigans“. Hann var þá 27 ára. 17. mars 2001 Kosið var um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

17. mars 1982

Einar Már Guðmundsson hlaut bókmenntaverðlaun Almenna bókafélagsins fyrir skáldsöguna „Riddarar hringstigans“. Hann var þá 27 ára.

17. mars 2001

Kosið var um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku, 50,6%, vildi að flugvöllurinn færi, en aðeins munaði 384 atkvæðum. Kjörsókn var 37,2%.

17. mars 2007

Lög um Vatnajökulsþjóðgarð voru samþykkt á Alþingi. Hann er stærsti þjóðgarður í Evrópu, um 13.400 ferkílómetrar eða 13% af flatarmáli landsins. Þjóðgarðurinn nær yfir jökulinn og nágrenni hans, meðal annars Skaftafell, og auk þess yfir Jökulsárgljúfur.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson