Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heldur til Berlínar í Þýskalandi á morgun, sunnudaginn 18. mars. Í Berlín mun forsætisráðherra m.a. eiga fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heldur til Berlínar í Þýskalandi á morgun, sunnudaginn 18. mars. Í Berlín mun forsætisráðherra m.a. eiga fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Á heimasíðu forsætisráðuneytisins kemur fram að forsætisráðherra mun jafnframt taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs.

Katrín og Merkel munu sitja ráðstefnu um jafnréttismál í sendiráðsbyggingu Norðurlandanna en einnig eiga tvíhliða fund, líkt og segir í upphafi fréttarinnar.