Amelia Earhart er fundin.
Amelia Earhart er fundin.
Amelia Earhart fæddist 24. júlí 1897 í Atchison, Kansas í Bandaríkjunum. Árið 1920 fór hún í sína fyrstu flugferð en frá þeirri stundu vissi hún að hún yrði að læra að fljúga. Eftir að hafa náð tökum á fluginu keypti Amelia sína fyrstu flugvél.

Amelia Earhart fæddist 24. júlí 1897 í Atchison, Kansas í Bandaríkjunum. Árið 1920 fór hún í sína fyrstu flugferð en frá þeirri stundu vissi hún að hún yrði að læra að fljúga.

Eftir að hafa náð tökum á fluginu keypti Amelia sína fyrstu flugvél. Á þeirri vél setti hún sitt fyrsta met, að verða fyrsta konan til að fara upp í 14.000 fet.

Árið 1928 varð hún fyrsta konan til þess að fljúga yfir Atlantshafið, en hún var farþegi í þessu flugi. Síðar ætlaði hún að fljúga í kringum jörðina umhverfis miðbaug ásamt flugleiðsögumanninum Fred Noonan. Sú ferð endaði einhvers staðar yfir Kyrrahafinu þegar vélin hvarf og ekkert spurðist til þeirra fyrr en nýlega að staðfest var að bein sem fundust þremur árum eftir slysið, tilheyra Earhart. Flugkonan hugdjarfa er því loks fundin.