Elton John er þekktur m.a. fyrir skrautlegan klæðnað.
Elton John er þekktur m.a. fyrir skrautlegan klæðnað. — AFP
Tónlist Elton John hefur tilkynnt útgáfu nýrrar plötu sem mun bera nafnið Revamp en á henni verður að finna mörg af hans þekktustu lögum í flutningi tónlistarfólks á borð við The Killers, Lady Gaga, Florence & The Machine og Queens Of The Stone Age.

Tónlist Elton John hefur tilkynnt útgáfu nýrrar plötu sem mun bera nafnið Revamp en á henni verður að finna mörg af hans þekktustu lögum í flutningi tónlistarfólks á borð við The Killers, Lady Gaga, Florence & The Machine og Queens Of The Stone Age. Platan kemur út 6. apríl næstkomandi en á henni verður að finna lög hans í nýjum útgáfum og má þar nefna „We All Fall In Love“, „Candle In The Wind“ og „Your Song“. Á plötunni koma ennfremur við sögu Coldplay, Ed Sheeran, Sam Smith, Miley Cyrus og Mumford & Sons.

„Það er alltaf mikið hrós þegar listamaður elskar lag þitt nógu mikið til að taka sér tíma til þess að endurvinna það að sínum hætti,“ hefur NME.com eftir tónlistarmanninum.