J ames Levine
J ames Levine
James Levine, hljómsveitarstjórinn kunni, hefur höfðað mál á hendur Metropolitan-óperuhúsinu í New York eftir að samningi við hann var rift á mánudag, í kjölfar þess að rannsóknarnefnd hafði komist að því að nægilegar sannanir væru fyrir því að...

James Levine, hljómsveitarstjórinn kunni, hefur höfðað mál á hendur Metropolitan-óperuhúsinu í New York eftir að samningi við hann var rift á mánudag, í kjölfar þess að rannsóknarnefnd hafði komist að því að nægilegar sannanir væru fyrir því að hljómsveitarstjórinn hefði beitt yngri karlkyns hljóðfæraleikara kynferðislegu ofbeldi gegnum árin.

Levine hefur um áratugi verið einn þekktasti og áhrifamesti bandaríski stjórnandinn. Hann var listrænn stjórnandi hljómsveitar óperuhússins í fjörutíu ár en rifaði seglin árið 2016, eftir að hafa stjórnað í hjólastól í nokkur ár eftir að hafa orðið fyrir bakmeiðslum, en samið var um að hann stjórnaði nokkrum sýningum árlega og fengi um 40 milljónir kr. fyrir í árslaun, auk þriggja milljóna kr. fyrir hverja sýningu. Levine hafnar ásökunum um að hafa beitt karla kynferðisofbeldi og fer fram á um 400 miljónir kr. í miskabætur, fyrir árás á mannorð sitt og riftun á samningi.