Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 eftir helgina um að öllum starfsmönnum fyrirtæksins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri þess. Á sl. ári voru laun hans 5,8 m.kr. á mánuði og hækkuðu um 20,6% á milli ára.
Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 eftir helgina um að öllum starfsmönnum fyrirtæksins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri þess. Á sl. ári voru laun hans 5,8 m.kr. á mánuði og hækkuðu um 20,6% á milli ára. Segir í frétt frá félaginu sem á hlut í N1 að stjórn þess geti ekki setið hjá við þessar aðstæður. „Ef fyrirtækið er svo vel rekið og í svo miklum blóma að það telji sér fært að skammta þeim sem stýrir því svo vel væri eðlilegt að það umbuni þeim sem sjálf verkin vinna með sama hætti,“ segir VR.