Anna sýnir þrjá hluti unna út frá hringforminu. Kertastjaka úr hvítum marmara í tveimur stærðum, hliðarborð eða bakkaborð úr duftlökkuðum málmi og bakka á fótum úr sama efni.
Anna sýnir þrjá hluti unna út frá hringforminu. Kertastjaka úr hvítum marmara í tveimur stærðum, hliðarborð eða bakkaborð úr duftlökkuðum málmi og bakka á fótum úr sama efni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Anna Þórunn Hauksdóttir sýnir þrjá hluti unna út frá hringforminu sem bera nafnið STILLNESS, hliðarborð/bakkaborð úr duftlökkuðum málmi, kertastjaka úr hvítum marmara í tveimur stærðum og bakka á fótum sem einnig er gerður úr duftlökkuðum málmi.
Anna Þórunn Hauksdóttir sýnir þrjá hluti unna út frá hringforminu sem bera nafnið STILLNESS, hliðarborð/bakkaborð úr duftlökkuðum málmi, kertastjaka úr hvítum marmara í tveimur stærðum og bakka á fótum sem einnig er gerður úr duftlökkuðum málmi.

„Ég var byrjuð í allt öðru ferli en í þetta skiptið leyfði ég mér að snúa ferlinu við því yfirleitt held ég mig við það sem ég er byrjuð á. Lífið einkennist oft af miklum hraða og ég fann þörf til að vinna með einfalt form eins og hringinn sem ég teikna oft ósjálfrátt og ró færist yfir mig. Hringformið á sér margar þýðingar sem eiga mikið við það sem ég vil koma frá mér. Hringformið er okkur eðlislægt og þegar við sjáum hringlaga form þá meðtökum við það fyrirhafnarlaust. Í þetta skiptið vil ég að fólk meðtaki vöruna mína án þess að þurfa að hugsa svo mikið og upplifi frið og ró sem er frekar ólíkt fyrri vörum frá mér,“ útskýrir Anna sem þykir afar mikilvægt að taka þátt í HönnunarMars. „Mér finnst gaman að sýna að maður sé virkur og hluti af þessu frábæra hönnunarsamfélagi hér á Íslandi sem ég er afar stolt af.“

Það er margt spennandi að gerast hjá Önnu Þórunni en Feed Me-skál hennar er að koma á markað í svörtu, 70% borðin eru einnig að koma aftur á markað og svo er hún að fara að taka þátt í hönnunarsýningu í Kaupmannahöfn.

„Svo er bara að halda áfram að koma fleiri vörum í framleiðslu og njóta þess að láta MUN dafna.“