Ferðamannastraumurinn á Suðurlandi er flestum kunnur og víst er að Smiðjan brugghús verður góð viðbót við veitingahúsin í Vík í Mýrdal.

Ferðamannastraumurinn á Suðurlandi er flestum kunnur og víst er að Smiðjan brugghús verður góð viðbót við veitingahúsin í Vík í Mýrdal. Það sést ágætlega á því að aðstandendurnir hafa orðið varir við áhuga á staðnum, þótt enn sé eitthvað í að hann verði opnaður.

„Við ætlum að bjóða upp á brugghúsheimsóknir. Það er greinilega komin mikil stemning fyrir þeim. Við erum þegar byrjuð að fá bókanir og mikið af tölvupóstum með fyrirspurnum. Það ætlar til dæmis að koma maður frá Abu Dhabi með 50 manna hóp í heimsókn til okkar. Hann kemur nokkrar ferðir á ári hingað. Það kemur manni eiginlega á óvart hvað það er mikill áhugi á svæðinu,“ segir Sveinn Sigurðsson.

Hægt er að fylgjast með Smiðjunni brugghúsi á Facebook, Snapchat og Instagram.