Samningafundur var haldinn í gærmorgun hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og ríkisins, og hefur nýr fundur verið boðaður á mánudag.

Samningafundur var haldinn í gærmorgun hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og ríkisins, og hefur nýr fundur verið boðaður á mánudag. Guðríður Arnardóttir, formaður FF, sagði í gær að fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu hefðu einnig verið á fundinum í gær. „Ég var ánægð með að fulltrúar frá ráðuneytinu skyldu koma til fundarins og tel raunar að slíkur fundur hefði átt að vera haldinn fyrir löngu. Við fórum nokkuð nákvæmlega yfir stöðuna, en hvort fundurinn skilaði einhverjum árangri veit ég ekki,“ sagði Guðríður. Nú muni deiluaðilar hugsa málin yfir helgina og hittast svo á nýjan leik á mánudag. agnes@mbl.is