Samspil Hildur prentar ljósmyndir sínar beint á burstaðar álplötur. Samspil dagsbirtu og ljóskastara skapar áhrifaríka þrívíddartilfinningu.
Samspil Hildur prentar ljósmyndir sínar beint á burstaðar álplötur. Samspil dagsbirtu og ljóskastara skapar áhrifaríka þrívíddartilfinningu.
Hvernig upplifum við menningu sem er okkur fjarlæg og framandi? Hvernig getum við stuðlað að gagnkvæmri virðingu og skilningi á milli ólíkra menningarheima?

Hvernig upplifum við menningu sem er okkur fjarlæg og framandi? Hvernig getum við stuðlað að gagnkvæmri virðingu og skilningi á milli ólíkra menningarheima? Hildur Björnsdóttir myndlistarkona hefur á undanförnum árum ferðast víða um Asíu og kynnst fjölbreyttri menningu, trúarbrögðum og lífsháttum í Tíbet, Víetnam, Kambódíu, Nepal, Indlandi og Taílandi. Hún safnar í sarpinn með því að taka ljósmyndir, skrifa og skissa í dagbókina sína. Á sýningunni Fjölþing, sem opnuð verður kl. 14 í dag, laugardaginn 17. mars, í Borgarbókasafninu í Gerðubergi, sýnir hún ljósmyndir og innsetningar frá ferðum sínum um Asíu. Verkin eru listræn úrvinnsla á þeirri nýju sýn og þekkingu sem hún öðlaðist með því að kynnast fólki á öllum aldri, búa á meðal þess og heimsækja staði sem margir bera merki um mannlega þjáningu og sögulega atburði. Sýningin vekur spurningar og býður áhorfandanum í heimspekilegt ferðalag á framandi slóðir.

Við opnun sýningarinnar spjallar Hildur við gesti um tildrög verka sinna og gefur þeim dýpri innsýn í hvernig hún vinnur úr upplifun og tilfinningum sínum gagnvart viðfangsefninu með miðlum listarinnar.

Sýningin stendur ti 4. júní.