Óskar Þór Halldórsson
Óskar Þór Halldórsson
„Hér norðanlands þarf að endurbyggja og bæta nokkra fjölfarna kafla,“ segir Óskar Þór Halldórsson leiðsögumaður á Akureyri.

„Hér norðanlands þarf að endurbyggja og bæta nokkra fjölfarna kafla,“ segir Óskar Þór Halldórsson leiðsögumaður á Akureyri. Hann er í reglulegum ferðum á vinsæla ferðamannastaði á Norðurlandi,

„Í Reykjadal nærri Laugum er kafli sem var afar varhugaverður, en nú hefur hann verið endurbættur að hluta. Eftir er samt að taka spotta syðst í dalnum og upp á Mývatnsheiðina. Þá þarf að ljúka við Dettifossveginn. Nú er komin góð tenging að fossinum vestanverðum, frá þjóðveginum á Mývatnsöræfum. Eftir er þó að klára að byggja veginn upp frá fossinum og niður í Kelduhverfi. Það er framkvæmd sem heimamenn og ferðaþjónustan þrýsta á um,“