19 stig Feller McCalle sækir að körfu Þórs í leiknum í gær.
19 stig Feller McCalle sækir að körfu Þórs í leiknum í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðrún Edda Bjarnadóttir tryggði Fjölni sigur á Þór frá Akureyri, 79:77, með flautukörfu í framlengingu í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í umspilinu um sæti í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í Grafarvogi í gærkvöld.

Guðrún Edda Bjarnadóttir tryggði Fjölni sigur á Þór frá Akureyri, 79:77, með flautukörfu í framlengingu í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í umspilinu um sæti í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í Grafarvogi í gærkvöld. Staðan var 70:70 eftir venjulegan leiktíma og Þór virtist vera að innbyrða sigurinn í blálokin þegar Guðrún tók til sinna ráða. Feller McCalle skoraði 19 stig fyrir Fjölni en Unnur Lára Ásgeirsdóttir 19 fyrir Þór. Liðin mætast aftur á Akureyri á morgun. vs@mbl.is