Hjalti Nordal Gunnarsson
Hjalti Nordal Gunnarsson
Sinfóníuhljómsveit Menntaskóla í tónlist heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Neskirkju. Hljómsveitin leikur fjölbreytta efnisskrá sem samanstendur af verkum eftir W.A. Mozart, C.P.E. Bach, H. Berlioz, J. Massenet og Saint-Saëns.
Sinfóníuhljómsveit Menntaskóla í tónlist heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Neskirkju. Hljómsveitin leikur fjölbreytta efnisskrá sem samanstendur af verkum eftir W.A. Mozart, C.P.E. Bach, H. Berlioz, J. Massenet og Saint-Saëns. Einnig verður frumflutt nýtt verk fyrir sinfóníuhljómsveit eftir Hjalta Nordal Gunnarsson sem er hluti af stúdentsprófi hans frá skólanum. Hjalti er einn af fyrstu nemendum skólans til að útskrifast með stúdentspróf en hann hefur stundað nám við skólann með tónsmíðar sem aðalnámsgrein. Einleikari á tónleikunum verður Kristín Ýr Jónsdóttir flautuleikari og einsöngvari Sigrún Ruth Lopez Jack en þær báru sigur úr býtum í einleikarakeppni sem haldin var innan skólans síðastliðið haust. Stjórnandi á tónleikunum er Joseph Ognibene.