100 g rjómaostur 10 g majónes 10 g rifinn ostur, t.d. tindur, ísbúi eða pizza-ostur 1 msk eplaedik dass pipar mulinn 5 g Ölverk lauksulta (sjá hliðaruppskrift) Setjið allt í skál og blandið saman með höndunum.
100 g rjómaostur

10 g majónes

10 g rifinn ostur, t.d. tindur, ísbúi eða pizza-ostur

1 msk eplaedik

dass pipar mulinn

5 g Ölverk lauksulta (sjá hliðaruppskrift)

Setjið allt í skál og blandið saman með höndunum.

Setjið í eldfast mót og stráið auka osti yfir og bakið á blæstri við 200°C þar til þetta fer að „búbbla“.

Mjög gott með Pretzel eða jafnvel nachos flögum.

Ölverk lauksulta

200 g rauðlaukur

50 g púðursykur

5 g olía

1,2 g salt

1 dl af bjór

dass af pipar

Skerið lauk í 3 mm sneiðar. Hitið olíu í potti og setjið svo lauk og salt út í. Steikið hann þar til hann er gegnsær, í u.þ.b. 10 mínútur.

Bætið bjór út í og næst er sykrinum hrært saman við. Sjóðið þar til nánast allur bjór er gufaður upp, eða í u.þ.b. klukkutíma. Hrærið reglulega í pottinum. Smakkið til með salti og pipar.

Það má nota hvaða bjór sem er í sultuna en best er að nota vandaðan kraftbjór frá íslensku örbrugghúsi.

Þessi sulta er einnig góð með mörgum ostum, á hamborgarann eða með ostapítsu.