Það er ekki bara á Alþingi sem fyr- irspurnir rata í fréttirnar. Á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur hinn 12.

Það er ekki bara á Alþingi sem fyr- irspurnir rata í fréttirnar. Á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur hinn 12. mars var lagt fram svar menningar- og ferðamála- sviðs varðandi yfirlit yfir tillögur, bókanir og fyrirspurnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á kjörtíma- bilinu. Var svarið á 13 blaðsíðum.

Þar sem umrædd fyrirspurn var frá sjálfstæðismönnunum sjálfum varð svarið tilefni til bókana í ráðinu.

Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram bókun af þessu tilefni: „Það er álit fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna í menningar- og ferðamálaráði að fulltrúar ráðsins séu fullfærir um að hafa yfirsýn yfir eigin fyrirspurnir og tillögur,“ segir m.a. í bókun meirihlutans. „Það er sjálfsagt að ítreka afgreiðslu tillagna og fyrirspurna en það er í besta falli furðulegt að eyða tíma starfsmanna sviðsins í fyrirspurnir sem þessa.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnbókuðu og sögðu að það ætti að vera hlutverk skilvirkrar stjórnsýslu að tillögur, fyrirspurnir og bókanir sem lagðar eru fram í ráðinu væu tiltækar á hverjum tíma. Og haldið væri utanum þær með þeim hætti að auð- velt væri að framvísa þeim þegar eftir þeim væri kallað.

„Minnihlutinn hefur svo sannarlega ekki verið að íþyngja stjórnsýslunni með slíku sjálfsögðu verklagi að auðvelt sé að nálgast upplýsingar á kjörtímabilinu.“

sisi@mbl.is