Pizzadeig 400 g hveiti, helst „00“ 250 ml vatn 10 g salt 1.5 g ger Blandið volgu vatni (við stofuhita) við gerið og leyfið að liggja í 10 mínútur. Setjið salt út í vatnið og hrærið vel saman.
Pizzadeig

400 g hveiti, helst „00“

250 ml vatn

10 g salt

1.5 g ger

Blandið volgu vatni (við stofuhita) við gerið og leyfið að liggja í 10 mínútur.

Setjið salt út í vatnið og hrærið vel saman.

Vigtið hveitið í skál og hellið svo vatninu saman við hveitið og blandið saman.

Þegar þetta er komið ágætlega saman veltið þessu úr skálinni og hnoðið á borði í 10 mínútur.

Setjið aftur í skálina og látið hefast í 1 klukkustund við stofuhita.

Takið deigið aftur úr skálinni og skiptið í þrennt og mótið kúlur úr því.

Geymið kúlurnar undir rökum klút í minnst 2 tíma en allt að 4 tímum.

Stillið ofninn á hæsta hita og hafið blástur á. Setjið ofnplötu neðst í ofninn sem snýr öfugt. Kveikið á ofni 40 mínútum áður en pítsa er sett inn. Gott er að setja pítsuna á smjörpappír og trébretti áður en hún fer í ofn.

Áleggið

pizzasósa að eigin vali

rifinn mozzarella ostur

niðurskornar beikonsneiðar

döðlur, skornar í smá bita

mulinn gráðostur, eftir smekk

Setjið áleggið á pítsuna í þessari röð: sósa, ostur, gráðostur, beikon og döðlur. Rennið pítsunni svo inn í ofninn af trébrettinu. Takið hana út þegar þið sjáið að hún er tilbúin.